Rétt leið

Það er ekki spurning að gjaldeyrishöftin hafa þarna nokkuð um að segja. Hins vegar er spurning hvort ekki sé í lagi að hafa þessi höft meðan unnið er að því að styrkja gjaldeyrisforðan. Það er alla vegana betra að byggja hann upp á þennan hátt heldur en að taka lán há IMF og öðrum útlendingum, lán sem svo er bara étið upp af vöxtunum.

Við stöndum á tímamótum og þurfum að nota þau til að skapa sem besta framtíð fyrir okkur sem þjóð. Við þurfum að breyta um hugsunargang og taka upp rótækar breytingar, en til þess þarf hugrekki, dug og þor. Ef við ekki tökum af skarið, þá erum við að horfa upp á margra áratuga langa göngu við strit og erfið lífsskilyrði. Sýnum hugrekki og tökum af skarið.

Legg til að fólk lesi þetta blogg mitt um leiðina sem ég sé til lausnar.


mbl.is Vöruskipti áfram hagstæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Höftin eru slæm vegna þess að margir Íslendingar sjá tækifæri til fjárfestinga erlendis en fá ekki að notfæra sér þau!  Hlutabréfavísitölur hafa verið að hækka erlendis og hækkandi eignir Íslendinga erlendis hefðu skilað Íslandi betri nettó skuldastöðu.

Svo ekki sé minnst á tekjurnar af þessum fjárfestingum.

Það væri hugsanlega hægt að setja lög sem koma í veg fyrir að Íslendingar geti skuldsett sig erlendis í verðbréfaviðskiptum.

Höftin verður að afnema í síðasta lagi fyrir áramót.

Lúðvík Júlíusson, 6.8.2009 kl. 09:52

2 Smámynd: Jón Lárusson

Að afnema höftin svo fólk geti farið að fjárfesta á hlutabréfamörkuðum er náttúrlega engin ástæða. Höftin eru til þess að ekki sé braskað með peninginn úti, en þessar hækkanir á hlutabréfavísitölum erlendis er ekki enn í hendi. Það væri allt of mikil áhætta að opna fyrir útstreymi gjaldeyris í fjárfestingaæði á erlendum mörkuðum.

Það á að sjá til þess að fyrirtæki og einstaklingar geti flutt út fjármagn í arðbærar fjárfestingar, en hlutabréfaviðskipti á mörkuðum þar sem hagnaðarvonin byggir á hækkandi gengi, fellur ekki undir ábyrga fjárfestingastefnu.

Við eigum að horfa til þess að byggja upp innlenda verðmætasköpun. Þeir sem vilja fjárfesta fé sínu ættu að líta til þess frekar, enda slíkt mun hagkvæmara fyrir íslenskt samfélag.

Jón Lárusson, 6.8.2009 kl. 10:06

3 Smámynd: Jón Lárusson

Ég held að það sjái það allir sem vilja sá það, að lög um bann við skuldsetningu Íslendinga vegna hlutabréfakaupa eru innantóm og aðeins til þess fallin að róa almenning. Þetta er svona svipað og talið um aukið eftirlit. Þeir sem vilja losna undan geta það.

Jón Lárusson, 6.8.2009 kl. 10:09

4 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Það eru til margskonar hlutabréf og það er mikil einföldun að segja að það sé brask að versla með hlutabréf.  Hlutabréf geta td. verið í hlutabréfasjóðum sem fjárfesta í traustum ríkisskuldabréfum þar sem einu tekjurnar eru vaxtagreiðslur af skuldabréfaeigninni en ekki hækkandi verð.

Margir sem óttast um peningana sína vilja koma þeim í skjól erlendis.  Það er gott og hagkvæmt fyrir íslenskt þjóðfélag að fólk fái að verja eigur sínar á þann hátt sem það sjálft kýs.

Þegar fjárfest er erlendis þá ætti krónan að veikjast lítillega og það ætti að auka útflutningstekjur í ISK og ýta þannig undir fjárfestingar í útflutningsgreinum.

Lúðvík Júlíusson, 6.8.2009 kl. 10:17

5 Smámynd: Jón Lárusson

Hlutabréfakaup er áhættufjárfesting og allt í lagi sem slík, en þegar farið er út í áhættufjárfestingar, þá á sá hinn sami að spyrja sig hvort hann sé tilbúinn til, eða jafnvel hafi efni á að tapa öllum peningnum. Ég er ekki viss um að við sem samfélag getum leyft okkur það núna að taka þann sjensinn.

Afhverju óttast menn um peninginn hér heima en ekki erlendis, er ekki bara verið að reyna að koma eignum undan. Svo spyr maður sig, hversu gott er ástandið erlendis? Eftir því sem ég best get séð er það ekki mikið betra erlendis. Kaupgeta í Frakklandi er tildæmis ekki mikið betri en hér og þar er atvinnuleysi meira en hjá okkur. Við höfum það slæmt en ekki svo slæmt. Það eina sem er virkilegt vandamál hjá okkur er getuleysi ríkistjórnarinnar og leiðisemi við IMF.

Ég get bara ekki skilið hvernig það er betra fyrir fólk að taka pening úr íslensku efnhagsumhverfi til að byggja upp erlent efnahagsumhverfi, nema þetta fólk ætli sér hreinlega að flytja af landi brott?

Við skulum gefa þessum frábæru hlutabréfamörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum fram yfir áramót til að sjá hversu sterkir þeir eru orðnir, áður en við förum að dæla í þá fjármunum sem við getum betur nýtt okkur hér heima.

Jón Lárusson, 6.8.2009 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband