"í erfiðri fjárhagslegri stöðu"

Það eru áhugaverð viðbrögð enska aðstoðar fjármálaráðherrans. "Við sem land erum í erfiðri fjárhagslegri stöðu og þessir peningar kæmu sér vel", þannig að við níðumst á minni máttar svo við getum reddað okkur. Ef þetta er ekki hroki og yfirgangur, þá veit ég ekki hvað.

Þetta er svo sérstaklega áhugavert þegar það er staðreynd að Landsbankinn var með tryggingar hjá breska tryggingasjóðnum vegna Icesave og honum bar því að borga. Tryggingasjóðurinn breski þurfti að hækkja iðgjöld vegna Icesave og fjögurra annarra banka, en krafan á okkur er tilkomin svo ekki þurfi að rukka breska banka.

Talandi svo um alþjóðlega dómstóla, þá er það einfaldlega þannig að dómstóllinn sem tekur málið fyrir er við Lækjartorg og Hæstiréttur tekur við, verði menn ekki ánægðir með niðurstöðuna.

Hins vegar eru viðbrögð Jóhönnu og Steingríms fyrirsjáanleg. Þau geta ekki annað en talað niður Ísland og Íslendinga, eitthvað sem veltir upp þeirri spurningu, eru þau hæf til að stjórna landinu. Hroki þeirra er slíkur að nær ekki nokkurri átt.

Svo er það viðhorf Jóhönnu í sjónvarpinu í nótt, þegar hún sagði það hvergi tíðkast í hinum "siðaða" heimi, að almenningur kysi um fjárhagstengd efni eða alþjóðaskuldbindingar. Þegar henni var bent á Sviss, þá taldi hún það svo augljóst að það væri ekki tekið með??? Sviss er samt  eitthvert lýðræðislegasta ríki heims.

En það sem vakti sérstaka athygli mína var þetta með alþjóðlegu skuldindingarnar. Hvað em ESB, er það ekki einhver rosalegasta skuldbinding sem hægt er að hugsa sér og hún er alþjóðleg. Ætlar Jóhanna þá ekki að láta kjósa um inngögnuna þangað?

Almenningur er byrjaður að taka til sín valdið sem hann á með réttu. Nú er bara að sækja restina. Mæli með því að fólk kynni sér hugmyndir Umbótahreyfingarinnar um lausnir fyrir Ísland.


mbl.is Vonsvikinn vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Alveg sammála Jón ! en skil ekki af hverju þú "copy/paistaðir" ekki allri setningunni, því hrokinn er jafnvel enn meiri framar í henni:

"Það er skylda okkar að ná þessum peningum til baka og við munum halda því áfram þar til það tekst.... Við sem land erum í erfiðri fjárhagslegri stöðu og þessir peningar kæmu sér vel,“ sagði Alexander.

"Til baka"? ert þú t.d. með þetta undir koddanum Jón ?? Ekki hefur heldur nokkuð annað komið fram (leiðrétting óskast ef ég fer með rangt mál) en að Breski innistæðutryggingasjóðurinn hafi bæði átt fyrir þessu og greitt, það fóru nú ekki svo margir aðrir bankar en Íslensku útibúin, á hausinn í Bretlandi, þökk sé (eða skömm) Breskra yfirvalda sem dældu "björgunarfé" inn í sína banka, notuðu semsagt almannafé til að bjarga þeim, hvern ætla þeir að rukka um það ?

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 10.4.2011 kl. 18:39

2 Smámynd: Jón Lárusson

Sæll Kristján. Reyndar hefði mátt "copy/pasta" allar tilvitnanirnar í hann, slík var vitleysan. Sá svo hluta úr þessu viðtali í sjónvarpinu og þar er augljóst að við erum bara peð hjá Bretunum. Velti því svo fyrir mér hvernig staða Bretanna er, ef Icesave kröfurnar á okkur koma til með að skipta öllu í þeirra fjármálum!

Reyndar sendi breski tryggingasjóðurinn bréf þar sem bankar í Bretlandi voru beðnir um að borga meira í sjóðinn. Var ástæðan sögð vera auknar greiðslur vegna fimm banka sem væru tryggðir, þriggja breskra, Edge hjá Kaupþing (reyndar breskur banki) og svo Icesave. Málið er að Icesave var tryggt hjá breska sjóðnum og því BAR ÞEIM AÐ BORGA innistæðurnar sem voru tryggðar.

Breska bankakerfið er á hausnum, eða eins mikið á hausnum og bankar geta verið. Breska stjórnin er búin að dæla í fjármagni þarna inn og mun ekki geta haldið því áfram. Fólk áttar sig ekki almenninlega á þessu, enda skilur það ekki hvernig bankakerfið virkar.

Ég er hins vegar hræddur um að við verðum látin borga hvort sem er, enda sagði Steingrímur að Landsbankinn væri að græða svo mikið að bara salan á Iceland keðjunni myndi borga þessa "skuld" okkar og þá væri bara eftir að ræða vextina! Hvaða skuld og hvaða vexti. Þetta er ósköp einfallt mál. Það á að gera upp Landsbankann og síðan borga kröfurnar eftir því sem innheimtist. Verði eitthvað eftir við það, skiptist það á hluthafana. Flóknara er það ekki.

Hollendingar eru farnir að "hóta" okkur með því að við fáum ekki að fara inn í ESB og telja okkur vaða í villu þegar talað er um að búið borgi þetta allt.

Nú verðum við að halda vöku okkar svo við verðum ekki látin borga þetta út um bakdyrnar.

Jón Lárusson, 11.4.2011 kl. 08:41

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Sæll Jón ! Já við höldum vöku okkar, hef ekki hugsað mér að henda mér á "koddann"

Kv

KH

Kristján Hilmarsson, 11.4.2011 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband