Ný sýn fyrir nýtt Ísland

 Íslendingar standi frammi fyrir því nú, hvort þeir vilji breytingar eða halda áfram á hinni gömlu þekktu braut. Auðvitað er gott að halda sig við það sem maður þekkir, en þá veit maður hvers er að vænta. Hver kynslóð kemur til með að fá sín efnahagsáföll, en vissan er samt svo góð.

Það er hins vegar spurning hvort þetta sé okkur fyrir bestu, hvort það sé ekki til betra kerfi, kerfi sem byggir á hagsmunum einstaklinganna innan samfélagsins, en er ekki eins og núverandi kerfi, þar sem við einstaklingarnir erum fæða fjármálakerfisins.

Fyrir þá sem eru tilbúnir til að taka "áhættuna", horfa út fyrir staðalmyndir og þær blekkingar sem haldið hefur verið að okkur, þá er til lausn. Það er til annars konar kerfi sem við getum tekið upp. Kerfi sem byggir á því að gæta hagsmuna einstaklinganna innan samfélagsins og er ekki hannað af bankamönnum þeim til handa. Við getum losað okkur undan þeirri ánauð sem við höfum þurft að þola allan þennan tíma og tekið upp nýtt fyrirkomulag okkur til heilla.

Til þess að gera betur grein fyrir því hvernig hið nýja kerfi virkar, þá er nauðsynlegt að fjalla aðeins um það gamla. Það er margt við það kerfi sem almennt er ekki vitað. Því hefur verið haldið leyndu til þess að villa okkur sýn. Einnig hefur okkur verið kerfisbundið innrætt sú hugmynd að við getum ekki án þess verið, að við verðum að bjarga bönkunum sama hvað. Það sé ekkert líf án bankanna. Sanleikurinn er hins vegar sá að við getum vel lifað án bankanna, bankarnir geta hins vegar ekki lifað án okkar. Við þurfum að fella vef blekkingarinnar og hefja vinnuna að nýju og betra samfélagi. Nú er tíminn, þegar við stöndum frammi fyrir brostnu kerfi, þá er ekki tíminn til að sparsla í sprungur og sölumála gamla kerfið, heldur verðum við að endurskipuleggja okkur og taka upp nýtt.

Ég mun næstu daga birta hér færslur þar sem hið nýja kerfi er kynnt og hvernig það er lausnin á okkar málum. Þetta kemur í nokkrum bútum þar sem textinn yrði of langur til að þola eina blog færslu. Ég læt fylgja með skjal sem ég og bróðir minn sendum á alla þingmenn og aðra hagsmunaaðila. Þar er farið yfir það helsta í hugmyndafræðinni sem boða er, auk þess sem við sendum frá okkur aðgerðaráætlun svo hrinda megi þessu í framkvæmd.

Ísland á sér framtíð, hún byggir á okkur sjálfum, ekki öðrum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband