En tóku þeir ekki lánin og gerðu samningana við gömlu bankana?

Þetta er ótrúlegt, menn bara viðurkenna ekkert nema það sé þeim til góða. Það var ekki mikið vandamál hjá þeim þegar þeir tóku lánin og gerðu þessa samninga, einmitt við gömlu bankana og þá helst Kaupþing, sem vildi svo heppilega til að þeir áttu megnið í.

Ég er að hugsa um að viðurkenna ekki bankana, bæði gömlu og nýju auk þess sem ég viðurkenni ekki ríkistjórnina. Þannig ætti ég að losna við að borga lánin mín og skattar heyra sögunni til. Frábært.

Það er ótrúlegt hvað þessir menn eru að gera. Ég legg til að almenningur taki þá til fyrirmyndar, en þá mun líklegast eitthvað gerast í þeim málum sem almenningi stendur næst.


mbl.is Exista viðurkennir ekki gömlu bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Nákvæmlega, ég er Nýi Sævarinn og skulda engum neitt !

Sævar Einarsson, 26.5.2009 kl. 12:11

2 identicon

Tek lán skv. gengi Seðlabanka Íslands og þykir það full gott, en geri það svo upp skv. gengi Seðlabanka Evrópu (þó svo að viðkomandi hafi ekki veitt umrætt lán).  Má ég far þess á leið að viðmiðunarreglur sænska fjármálaeftirlitsins (íslenskt = 0 kr.) verði svo notaðar til að meta eignir Exista á Íslandi, bara af því að það hentar, þá getum við lýst fyrirtækið gjaldþrota fyrir kvöldmat.  

Get ég keypt dollara/evrur af Exista, borgað með íslenskum krónum og notað dollarana/evrurnar til að kaupa íslenskar krónur á gengi seðlabanka Evrópu?  Nei, það get ég sem íbúi þessa lands ekki, en 3 "fóstursonum" Sigurðar Einarssonar og syni saksóknara finnst eðlilegt að þeir fái það.

Ekki ósvipað því þegar þú rænir mann, ert ekki sáttur við ránsfenginn, bíður efir að vikomandi hrökkvi upp af og gerir svo kröfu í dánarbúi viðkomandi.

Svo óskammfeilið að leita þurfti í smiðju Ólafs Ólafssonar.

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 13:12

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þessir bakkabræður hafa spilað rassinn úr buxunum og verða bara sætta sig við það og taka því eins og sannir íslenskir karlmenn og útrársarkjánar.

Guðmundur Pétursson, 26.5.2009 kl. 20:33

4 Smámynd: Jón Lárusson

Það sem ég tel mestu máli skipta, er að það sé ekki höndlað mismunandi með skuldir fólks. Það er ótækt að almenningur fái ekki sömu möguleika á að koma sér út úr erfiðum aðstæðum, þegar þeir sem riðu stóru öldurnar fá alla sjensa.

Jón Lárusson, 27.5.2009 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband