Loksins, loksins, loksins

Þá er hún loksins komin fram. Tillagan um að gangast undir vald ESB. En sú sæla að þetta skref hafi verið stigið. Nú horfum við framá bjartari tíð með blóm í haga.

Það verður alveg frábært að fara inn í ESB. Samkvæmt því sem manni er tjáð þá munum við losna við þessar sveiflur í efnahaginum þar sem skiptast á rokkna uppgangur og svo plússandir niðurgangur. Svo erum við að tala um stöðugan gjaldmiðil, kannski eftir 30 ár og þá erum við alveg laus við vanda sem tengjast rangt skráðu gengi. Atvinnulífið mun rísa upp frá dauðum og allir dansa um í 100% plús vinnuhlutfalli og smjörið sem drjúpa mun af hverju strái, vellur inn um gluggana hjá okkur og beint á brauðið, sem að sjálfsögðu verður innflutt evrópskt gæðabrauð tollfrjálst og alle sammen. Þetta verður bara frábært.

Nú þurfum við bara að hringja í vini okkar á Írlandi og Spáni og upplýsa þá um þá gósentíð sem bíði okkar, en við verðum samt að minna þá á að þeir séu nú þegar í ESB og með euro svo þeir geti losað um þennan misskilning hjá sér að þeir standi í einhverri kreppu. Það getur nefnilega ekki verið að þeir séu í sama skít og við, því þeir eru í ESB. Þetta er bara tómur misskilningur hjá þeim. Það getur ekki verið að þeir eigi í lausafjárkrísu og vandræðum með útflutting vegna alltof hátt skrifaðs gengis. Það getur bara ekki passað.

Það er nefnilega spurning hvernig umsókn um ESB getur leyst vanda okkar, þegar ESB kom ekki í veg fyrir þennan vanda hjá aðildaríkjum. Svo veltir maður því fyrir sér þessum rökum sem segja að við fáum allan stöðugleikann og nópróblem umhverfi, þegar maður horfir á Írland og Spánn, en þar er allt að gerast það sem okkur hér heima er sagt að muni ekki gerast hjá okkur, verði að aðild okkar að ESB. Afhverju á það ekki að gerast hjá okkur ef það gerist hjá þeim? Það er eitthvað þarna sem ekki er að passa saman.

Annars óska ég ESB sinnum til hamingju með að hafa náð þessum áfanga, en hann mun að sjálfsögðu verða studdur af öllu batteríinu þannig að vinnan við lausn efnahagsvandans mun tefjast eitthvað í viðbót. En það verður örugglega ókey því við erum á leið í ESB.


mbl.is ESB-tillaga lögð fram á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að lesa þennan pistil þinn. Ég vildi óska að það væri meira af húmoristum í þessari ESB-umræðu.....

Kári (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 15:52

2 Smámynd: Jón Lárusson

Maður verður að geta gert grín að sjálfum sér og umhverfi sínu. Það er líka það eina sem ekki er hægt að hafa af manni með einhverjum alræðistilburðum.

Jón Lárusson, 25.5.2009 kl. 16:00

3 identicon

Já, maður getur ekki beðið eftir ESB vorinu, með blóm í haga og roða í  kinnum. Allt verður gott þegar við verðum búin að pakka saman alþingi og senda það til Brussel, því að ólíkt því sem gerist á íslandi þá ríkir engin spilling innan múra ESB og allir þeir sem þar starfa hafa geislabaug af guðs náð. Svo er mikið betra að fá útlendinga til að stjórna öllu fyrir okkur litlu bjánana hérna norður í rassgati, því snjókoma undangenginna áratuga hefur byrgt okkur sýn. Þarna er gott fólk eins og Jose Manuel Barosso sem segir Gordon Brown að hann eigi ekkert að hlusta á breskann almenning og taka upp evru þótt enginn vilji það í landi drottningar, það sé einfaldlega mikilvægara að sýna hugrekki á ögurstundu og hlusta á Jose frekar en þjóðina. Við vitum svosem að Gordon er alveg sammála Jose, en hann virðist eitthvað skorta huggrekkið enn sem komið er, en það hlýtur að koma eftir því sem hagur evrópuþjóða stóreykst af því einu að hafa evru og leggjast undir sífellt þykkari feld reglugerða frá þrístrendingnum í hjarta álfunnar.

Mikið sakna ég annars Sovétríkjanna. Þar eins og allir vita var bara ein tegund framleidd af bílum, ríkissbíllinn, rússneskur Ford sem var búið að setja í Fiatgæru og líma Lada 1200 krómmiða á. Þar var einnig mikil hagsæld sem rann því miður út í sandinn sökum eigingirni fólksins sem þar bjó og horfði öfundaraugum til vesturlanda og þess lýðræðis og þeirrar frjálsu samkeppni sem þar hefur ríkt. Þetta vesalings fólk skildi það bara ekki að við öfunduðum þau, okkur langaði alltaf og langar enn, getum ekki beðið eftir að komast í þeirra spor. vera sameinaðir öreigar allra landa.....

Kiddi Kommi (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 16:04

4 Smámynd: Einar Solheim

Ég verð nú að viðurkenna að flest sem þú hefur skrifað um ESB hefur verið mun fyndnara en þetta...  Þér fer aftur.  Kannski tengist það því að nú varstu að reyna?

Einar Solheim, 25.5.2009 kl. 16:15

5 identicon

"einhverjum alræðistilburðum."

Humm, fær þjóðin ekki að kjós um hvort gengið verði inn eða ekki, að fengnum samningi?

Er það kannski andlýðræðislegt að þjóðin fái að kjósa um hvort við verðum inni eða úti?

Ég held að, við kjósendur, séum orðin fullorðin og getum tekið sjálfstæðar ákvarðanir án þess að synir stórkaupmanna eða heildsala hafi áhygjur af því að við 'lýðurinn' fáum nokkru ráðið.

Sjálfstæðisflokkurinn rekur sömu stefnu og Danir ráku með Einokunarstefnunni. Er nema von að þeir eru andvígir því að ,,lýðurinn" fái einusinni að kjósa um þetta?

Steinn Mgnússon (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 16:57

6 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Ég held að Vinstri Græn og Sjálfstæðisflokkur séu eina Ríkisstjórnarúrræðið í þessari stöðu.

Samfylkingin virðist komin í hlutverk þeirra sem drápu Snorra Sturluson á Sturlungaöld af því að hann vildi ekki selja Ísland í hendur Noregskonungs. Það er ekki hægt fyrir Íslenska fullveldissinna að vinna með slíkum flokk, sama hvar þú stendur á vinstri-hægri skalanum.

Vilhelmina af Ugglas, 25.5.2009 kl. 19:21

7 Smámynd: Jón Lárusson

Einar - Húmor manna er nú svo mismunandi að það væri að æra óstöðugan að ætla að hlægja alla alltaf. Hins vegar er ég bara sáttur við að hitt hafi þér þótt fyndnara þar sem mun meira efni hefur glatt þig hingað til.

Steinn - Ekki er ég sonur stórkaupsmanns eða heildsala, en tel nú samt að þetta sé ekki rétta leiðin. Það er ekkert sem segir að fólkið í landinu sé meira fylgjandi ESB aðild nú eða þegar stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var sett á fót. Það sem ég tel ólýðræðislegt í þessu er öll umgjörðin utan um þetta. Þetta er stórmál og held ég að allir geti verið sammála um það, óháð því hvort menn séu sammála inngöngu eða ekki. Það er ekki ólýðræðislegt að þjóðin fái að kjósa, heldur akkúrat það sem ég vil sjá. Ég hefði viljað sjá kosningar um það hvort við ættum að sækja um eða ekki. Það er nú einfaldlega þannig að þetta kemur til með að verða mjög dýrt, tímafrekt og mannaflafrekt. Ég tel að þessum úrræðum væri betur varið í að vinna úr þeim verkefnum sem við stöndum frammi fyrir núna. Einnig lyktar þetta svolítið af því að verið sé að nota vonleysi fólks sem enga hjálp fær, í þeim tilgangi að fá "rétta" niðurstöðu. Við komum ekki til með að fá að kjósa um þetta fyrr en eftir eitt til tvö ár í fyrstalagi, þannig að þessum tíma og fyrirhöfn væri betur varið í að leysa þau mál sem liggur á að leysa.

Vilhelmina - Ég er nú þeirra skoðunar að það skipti engu hver þeirra flokka sem nú vermi sæti Alþingis fari með stjórnina. Þetta hefur allt sýnt sig vera jafn umkomulaust í að leysa þau verkefni sem þarf að leysa.

Jón Lárusson, 25.5.2009 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband