Lýðræðið í hnotskurn

Þarna er lýðræði ESB hnotskurn. Ákveðið er af fámennri klíku, hver á að vera forseti. Þetta embætti var eitt það heitasta í svo kallaðri stjórnarskrá og líklegast afdrífaríkast þegar fólk ákvað að afsala sér ekki þjóðerni sínu. Nú er búið að "hætta" við stjórnarskrána og nýr "sáttmáli" kominn í staðinn. En þar sem orðið "sáttmáli" er ekki "stjórnarskrá", þá þarf ekki að kjósa um þetta.

Kerfiskarlarnir í ESB, bæði skriffinnarnir og ekki síður afdankaðir stjórnmálamenn, eru ekki neitt sérlega hrifnir af lýðræði. Það truflar nefnilega svo rosalega hagsmunagæslupotið og spillinguna. Almenningur er óþægileg nauðsyn til skattpýningar, enda er hugmyndafræði ESB í þeim málum, meira er betra en minna. Fyrirtæki sem krefjast inngöngu í ESB væru alveg jafn gjaldgild inn í félag SMDB.

Annar þáttur í ESB, þessu tengt, er að þar hefur aldrei trúað á sjálft sig. Allar hugmyndir um framtíð ESB byggja á einhverri öfund til USA og drauma um að yfirfæra stjórnsýslukerfi þeirra yfir á Evrópu. Stór grundvallamunur er þó á þessum tveimur samfélögum, munur sem mun aldrei gera ESB kleift að verða USA. Bandaríkin urðu til í samfélagi þar sem allir voru af sama meiði, ríkin voru tilbúningur án sameiginlegrar sögu og sjálfsvitundar. Evrópa er ekki þannig, hún er samsafn samfélaga með sterka sögu- og sjálfsvitund. Bara það að Skotar, Baskar og Bretonar, auk fjölda annarra smáhópa, sækja í að auka sjálfsvitund sína, sýnir að blind trúa á eitthvað ESB verður aldrei til í sama mæli og sú blinda trúa á USA sem þar ríkir.

Framtíð ESB verður aldrei, nema þeir sjái að sér. Hins vegar er hæpið að sjálfhverfir hagsmunagæsluliðar muni nokkurn tíman sjá að sér. Þetta bákn er dæmt til dauða, en það sorglega við það, er að áður en af því verður, mun það eyðileggja Evrópu svipað og myglusveppur sem leggst í matvæli.

 


mbl.is Blair kann að verða fyrsti forseti Evrópusambandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband