Það sem kannski skiptir mestu máli.

Það var bara tímaspursmál hvenær Hr. Hlið félli úr efsta sætinu, enda byggði auður hans nánast á eignum í einu fyrirtæki. Það sem ég tel hins vegar skipta meira máli og gæti verið ákveðinn fyrirboði, er að ríkasti maður heims er ekki Bandaríkjamaður, heldur frá miðamerísku ríki.

Maður veltir því fyrir sér hvort nú sé von á fleiri einstaklingum í hóp hinna ríkustu, sem koma frá "minna fínum" ríkjum. Þrátt fyrir áróður sumra, þá er auður heimsins að skiptast niður á fleiri aðila og fjölbreyttari þjóðerni. Ég yrði ekki hissa á að á næstu fimm til 10 árum verði meirihluti 20 efnuðustu einstaklinganna utan Bandaríkjanna.

Heimurinn er að taka breytingum, nokkuð sem mun koma okkur öllum til góða.


mbl.is Bill Gates er ekki lengur ríkasti maður heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sko þú ert svoldið steiktur en mexikó er í ameriku

kristjan (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 21:57

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég vona að það sé í lagi þótt ég bendi á að þessi náungi er reyndar ekki frá miðamerísku ríki. Hann er Mexíkani (ég neita að segja Mexíkói því ég hef aldrei samþykkt rökin fyrir því) og þar af leiðandi er hann norðurameríkana. Kanada, Bandaríkin og Mexíkó eru öll í Norður Ameríku. Mið Ameríka byrjar svo í Guatemala fyrir sunnan Mexíkó. En þetta er breytir því ekki að það sem þú segir er alveg rétt. Gott að þetta dreifist á fleiri en Bandaríkjamenn. Þótt ég hafi reyndar alltaf haldið að ríkustu menn heimsins búi í Arabaríkjum. Sjáið bara hallirnar í Belize og fleiri stöðum.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 3.7.2007 kl. 23:15

3 Smámynd: Jón Lárusson

Ekki spurning að Bill er merkilegur gaur. Að hanga svona lengi efst á listanum með eitt egg í körfunni svo að segja.

Auðvitað má spyrja sig hvort Mexico sé hluti af Norður eða Mið Ameríku. Landfræðilega séð nær Mexico upp í Norðu Ameríku, en helmingurinn af Mið Ameríku skaganum tilheyrir jú Mexico. Hins vegar held ég að við verðum að flokka Mexico með Mið Ameríku þegar kemur að efnahag og lífsgæðum.

Efnahagsumhverfi heimsins er að breytast og einveldi Bandaríkjana farið að veikjast verulega. Þó svo að þeir komi til með að vera sterkir áfram, þá koma þeir til með að missa mikið af áhrifavaldi sínu. Nú skiptir til dæmis ástand efnahagsmála í Kína og Indlandi ekki síður miklu máli, en ástand efnahagsmála í Bandaríkjunum.

Jón Lárusson, 4.7.2007 kl. 09:03

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Svo virðist sem við höfum bæði rétt fyrir okkur. Það er víst svo að mismunandi alþjóðlegar stofnanir flokka Mexíkó ýmist sem Norður-Ameríku eða Mið-Ameríku. Þetta er á Wikipedia um Mið-Ameríku: The United Nations geoscheme includes Mexico in Central America; conversely, the European Union excludes both Mexico and Belize from the area. Geopolitically, Mexico is frequently not reckoned in Central America.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 5.7.2007 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband