Í fordyrum fátæktar

Við stöndum núna í fordyrum fátæktar. Þeir sem við völdum til að gæta hagsmuna okkar hafa gert allt annað en það og eru uppteknir að því að gæta hagsmuna erlendra fjárfesta. Þriðja umræða stendur fyrir dyrum og ef allt fer eins og líkur standa til, þá erum við að horfa uppá samþykkt ósómans í þessari viku.

Þingheimur hefur talið sér trú um að þeir geti flaggað fyrirvörum og þá sé þetta allt í orden. En hvernig eru þessir fyrirvarar. Samkvæmt því sem kom fram hjá Birni Val Gíslasyni, þá eru fyrirvararnir ónýtir. Hann reyndar sá ekki neitt að því enda svo blindur á vitleysuna að hann taldi samninginn svo góðann að undrun sætti. Það kom nefnilega fram hjá honum að fyrirvararnir byggja á því að komi til þess að "öryggisventlarnir" fari af stað, þá á að óska eftir viðræðum við Breta og Hollendinga. Málið er einfallt. Fyrirvararnir koma til og þá segja bara Bretar og Hollendingar, "sorry not our problem". Það er nefnilega þannig að sá sem gerir góðan samning endursemur ekki sér til verri samnings. Það er ósköp einföld ástæða afhverju Bretar og Hollendingar vilja ekki tjá sig um fyrirvarana fyrr en eftir að Alþingi hefur samþykkt pakkann. Þeir vita sem er að komi þeir til með að upplýsa okkur um að þessir fyrirvarar skipti ekki máli og að við komum til með að þurfa að borga þeim allan brúsan, þá myndi Alþingi ekki samþykkja þetta. Þeir bíða þar til þinheimur hefur samþykkt og þá gefa þeir frat í fyrirvarana. En þá er þingheimur búinn að heimskast til að samþykkja og situr eftir klórandi sér í hausnum.

Það er kominn tími til að þetta fólk sem við kusum þarna inn til að gæta hagsmuna okkar fari að vinna vinnuna sína. Allt sem gert hefur verið er annað hvort byggt á lýgi eða heimsku. Skoðum þetta betur.

ESB. Allt átti að batna við það eitt að senda inn umsóknina því þá værum við búin að senda skýr skilaboð um það hvert við værum að stefna, til dæmis átti gengið að styrkjast þessi ósköp og erlendir fjárfestar að flykkjast til landsins. Gengið hefur aldrei verið eins illa skráð og núna og erlendir fjárfestar, jú þeir flykkjast til landsins, til þess að krefjast þess að fá allt fyrir ekkert til þess að bæta þeim "tjón" sem þeir urðu fyrir í ÁHÆTTUFJÁRFESTINGUM sínum.

Gjaldeyrisvaraforðinn. IMF lýgur að okkur til þess að festa okkur í skuldaneti samtakanna, en þar er því haldið fram (og þingheimur kokgleypir hrátt) að við verðum að byggja upp gjaldeyrisvaraforða með lánum til að styrkja krónuna. En hvernig getur sú styrking komið til þegar engin eignarmyndun á sér stað? Það er nefnilega þannig að þegar lán er tekið og sett inn á bankareikning, þá er staðan núll. Trilljón í eign mínus trilljón í skuld er ekki neitt. Það er alla vega ekki trilljón í eign. Svo kemur til að vaxtatekjurnar eru lægri en vaxtagjöldin, sem þýðir að við erum í raun að koma út með tapi. Að trúa þessari vitleysu frá IMF þýðir bara að þingmenn hafa annað hvort sofið í stærðfræðinni í skóla, eða eru bara einfaldlega heimskir. Ég vona að þeir hafi bara sofið. Tapið sem myndast við þessa vitleysu hefur svo að auki í för með sér að sú eignarmyndun sem á sér stað á eðlilegan hátt með jákvæðum vöruskiptajöfnuði, minnkar verulega vegna vaxtagreiðslnanna. Í þessu máli eigum við að hætta við lánin og byrja að byggja upp varaforðann með útflutningi. Sú ákvörðun skapar eign og mun hægt og rólega styrkja hagkerfið, nokkuð sem IMF bullið kemur aldrei til með að gera.

Icesave kemur til með að verða okkur svo dýrt að við erum á mörkunum með að standa undir því í besta falli. Þegar svo til þess er litið að þessir fyrirvarar eru næsta örugglega marklausir, þá erum við í verulega slæmum málum. Svo bætist við IMF bullið og þá er öruggt að við komum ALDREI til með að geta staðið undir þessu öllu saman. Svo segja menn að við verðum að gera þetta til að auka lánstraust til okkar. En sú endemis vitleysa. Það lánar okkur enginn neitt vegna þess að við komum aldrei til með að geta borgað þetta.

Og svo að lokum. "Þessi stjórn er ekki mynduð utan um ESB eða Icesave" er nokkuð sem við höfum heyrt forsvarsmenn VG baula í sífellu þegar bent hefur verið á kjósendasvik þeirra. Þeir halda því fram að þessi stjórn sé, fyrir utan að vera fyrsta hreina vinstri stjórnin, stjórn sem mynduð sé til þess að byggja upp norrænt velferðakerfi. Ráðamenn og þá sérstaklega VG verða að átta sig á því að með framferði sínu og heimsku, verður ekki nein velferð hér á landi, norræn eða öðruvísi. Það verður bara fátækt og aumingjaskapur.

Það er kominn tími til þess að fólk láti í sér heyra. Það er hægt að nálgast vefpóstföng þingmanna á vef Alþingis og skora ég á landsmenn til að senda þingheimi tölvupóst. Það verður að stöðva þessa vitleysu. Núverandi stjórn er ekki bara vinstristjórn, heldur er hún valdastjórn. Hún mun gera allt sem hún getur til að halda völdum og þá skiptir máli að fólkið taki við sér.


mbl.is Nálgast endalokin í umræðum um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Takk fyrir þetta.

Sturlungar börðust um ætluð ,,völd" yfir landslýð og uppskáru NOregskonunga sem sína yfirmenn, Kalmarsambandið og að Ísland og þjóðin varðað spilapenigum og skiptimynt í samningum eftir fall Kalmarssambandsins.

Nú vilja þílyndir leggast undir erlent vald og gefa banka okkar ,,erlendum fjárfestum og kröfuhöfum"  Þetta virðist vera svo heilagt, að Guðspjallið er ónýtt gegn þessu og allt er falt til að ,,EIGNAST VINI Í ÚTLÖNDUM"  ég kalla það HÚSBÆNDUR  eða ÞRÆLAHALDARA ef þessu liði verður kápan ú þessu klæði.

Um andstöðu bakamanna við frumvarp Lilju Móses setti ég blogg og komment inn hjá Halldóri, bloggvini mínum og samherja um margt í Flokknum.

hér er kommentið;

Mæltu manna heilastur.

Svo fannst me´r afar ,,viðeigandi" eða hittt þó tilvitnuð ummæli í andófi bankana gegn frumvarpinu.  Þetta birtist í Fréttablaðinu, lesendum til athlægis ;

Samtökin telja það jafnframt „óviðunandi íhlutun í samnings­frelsið að löggjafinn grípi fram fyrir hendur samningsaðila með afturvirkri löggjöf og ónýti þannig gerninga sem þeir hafa sammælst um." Tekið er fram að samtökin telji „afturvirk lög veikja traust á réttarskipaninni meðan festa í löggjöf tryggir öryggi í viðskiptum". Samtökin telja að verði frumvarpið að lögum megi leiða að því líkur að einhverjir kröfuhafar láti reyna á lögmæti lagasetningarinnar fyrir dómi „og krefjist bóta vegna krafna sem til var stofnað fyrir gildistöku laganna og þeim er gert að gefa eftir samkvæmt lagaboði".

Semsagt ÞEIR mega ráðast á gegnið og setja verðbólgu og hækkunarferli í gang að vild EN ekki ríkið til verndar veiðidýrum bankana og löffana.

Bankarnir réðust að gegni Krónunnar með markvissum og undirbúnum hætti ársfjórðungslega sem sjá má á gröfum út gefnum af SÍ um útstreymi gjaldeyris og síðan gengisvísitölu eftir ákvörðun ,,verðbótaþáttar vaxta" í verðtryggingu.

Mun styðja þig í að stuðla að framgangi þjóðhollra stjórnmálamanna innan Sjálfstæðisflokksins.

Miðbæjaríhaldið.

Bjarni Kjartansson, 24.8.2009 kl. 08:48

Bjarni Kjartansson, 24.8.2009 kl. 09:29

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk kærlega fyrir góða grein Jón.

Holl lesning öllum þeim sem trúa því að núverandi stjórn vilji landsmönnum vel.  Já og öllum þeim sem trúa því að "tilgangurinn helgi meðalið".  Illt sé að borga ICEsave en vilji stjórnarinnar til að byggja upp norrænt "velferðarkerfi" réttlæti réttlæti þann gjörning.  Í það fyrsta má spyrja hvað þetta fólk telur núverandi velferðarkerfi vera???  Og hvernig í ósköpunum trúir það því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leyfi eitthvað af ætt velferðarkerfa þegar hann hefur læst heljargreipum sínum um fjármál ríkisins.

Einnig er sorglegt að sjá mæta menn eins og Tryggva Þór mæra vitleysunni bót.  Að byggja upp hagsæld með skuldum.  

En gangi þér vel að tala fyrir nýjum viðhorfum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.8.2009 kl. 11:30

3 Smámynd: Jón Lárusson

Þakka kveðjurnar. Auðvitað er alltaf einhver vinna að mæla fyrir nýjum viðhorfum, en ég trúi því að Íslendingar muni sjá að sér. Ég óttast bara að það verði búið að samþykkja ábyrgðina áður en svo verði. Ég vona að þeir sem eru sammála því sem ég er að fjalla um, taki undir það og komi hugmyndinni víðar.

Jón Lárusson, 24.8.2009 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband