Skelli bara á fyrirvara

Ég er ekki alveg að átta mig á því hvort þingmenn séu almennt bara vitlausir, eða einfaldlega að ljúga að okkur almenningi.

Ef ég er að taka lán í banka og svo þegar bankinn segir mér að setja húsið að veði, þá skrifa ég smá blað með og segist veðsetja húsið með fyrirvara um að ég muni ekki borga lánið nema ég hafi efni á því, þ.e. ef ég missi vinnuna, þá hætti ég að borga, einnig borga ég ekki meira en 4% af ráðstöfunartekjum. Málið er einfaldlega þannig að bankinn tekur við veðsetningunni og hendir fyrirvaranum. Ef ég borga ekki, þá einfaldlega tekur hann húsið. Heldur þingheimur að þetta sé eitthvað öðruvísi hjá Bretum og Hollendingum. Þeir koma til með að líta fram hjá þessum fyrirvörum og heimta greiðslur eða upptöku eigna eða auðlinda.

Þetta er ósköp einfallt og þingheimur verður að taka afstöðu til þess. Annað hvort er hann sammála þessari ábyrgð og samþykkir hana, eða hann er ekki sammála henni og fellir þá frumvarpið. Það er ekki spurning um fyrirvara, þannig virkar þetta bara ekki, sérstaklega þegar ekki er rætti við Breta og Hollendinga um það áður en þessi ábyrgð verður samþykkt.

Þingheimur er að leika sér með fjöregg þjóðarinnar og þeir verða að átta sig á því. Það er kominn tími til þess að þeir taki afstöðu til þess hvort þeir telja það skildu sína að gæta hagsmuna Íslendinga eða útlendra áhættufjárfesta.


mbl.is Fyrirvarar við Icesave jákvæðir segir Moody's
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er einmitt það sem ég hef verið að blogga um undanfarnar vikur, þetta er ósköp einfalt; Þessir fyrirvarar eru marklausir með öllu og ég get bara ekki með nokkru móti skilið hvað veldur því að þingheimur lætur stjórnarliða LJÚGA því að sér að það geri eitthvert gagn að setja einhverja fyrirvara við ábyrgðina?

Jóhann Elíasson, 21.8.2009 kl. 16:39

2 Smámynd: Halldór Bjarki Christensen

Ef þú ert að taka lán í banka og skrifar undir lánsskjölin með fyrirvörum líkt þeim sem þú tiltekur, þá eru fyrirvararnir hluti af skilmálum lánsins. Þá getur verið að bankinn neiti að lána þér peninga með þeim fyrirvörum sem þú tiltekur, en ef lánið er veitt skv. lánssamningi sem þú hefur undirritað með löglegum fyrirvörum, þá eru fyrirvararnir jafn gildir og aðrir skilmálar lánsins.

Halldór Bjarki Christensen, 21.8.2009 kl. 18:07

3 identicon

Ég er ekki sammála samlíkingunni við bankalánið. Þegar við förum skjálfandi til bankastjóra með tífalt hærri laun og grátbiðjum um lítið lán til að kaupa íbúð sem fljót lækkar í verði (og lánin snarhækka á degi hverjum) þá ræður bankinn hvort hvað hann gerir. Icesave er öðruvísi, Bretar og Hollendingar hafa þegar veitt lánið og eru að biðja okkur um að borga. Við ætlum að borga, en með skilmálum sem er nauðsynlegt og klókt. Ef hinir vondu Bretar og Hollendingar eru ósáttir, só, þó það yrði óheppilegt því þessi andskotar hafa mikil ítök og áhrif. Ekki má gleyma að óvissan og tafir kostar mikið. Ekki má gleyma þætti Svavars nokkurs Gestsonar sem gerði þennan ótrúléglega samning, hvað honum gekk til er mér hulin ráðgáta. Sjálfsagt hefur hann og nefndin verið haugfull allan tíman, engin önnur skýring er trúverðug.

Leó Már Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 21:12

4 identicon

Mér finnst margt benda til þess að ráðherrar landsins séu ekki vel gefnir.

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 09:58

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er búið að prenta samninginn. Það vantar bara undirskriftina. Ef hann fær meirihluta stuðning inni á Alþingi telst samningurinn sem allir samningsaðilar gerðu með sér samþykktur. Fyrirvararnir sem var bætt við hann duga ekki til að breyta honum. Það verða allir samningsaðilar að samþykkja að þeir hafi gildi ef það á að vera tryggt. Það er þess vegna stórhættulegt að leggja hann fyrir þingið áður en það hefur verið gengið úr skugga um það hvort fyrirvararnir haldi eða ekki.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.8.2009 kl. 13:35

6 Smámynd: Jón Lárusson

Halldór, auðvitað er það þannig að bankastjórinn getur neitað okkur um lánið ef við skellum á fyrirvörum og það væri líklegasta niðurstaðan. Hins vegar hafa Bretar og Hollendingar þegar "lánað" okkur peninginn, en þeir borguðu innistæður í Bretlandi og Hollandi. Svo segja þeir "þið eigið að borga, en við erum svo góðir að við ERUM að lána ykkur þennan pening". Svo eigum við bara að skrifa undir ábyrgðina. Við höfum náttúrulega ekkert fengið af fjármagninu, heldur er það að vinna í bresku og hollensku hagkerfi.

Það er einfallt, þetta er frágengið að mati Breta og Hollendinga, það þarf bara að staðfesta ábyrgð Alþingis. Ef við veitum hana, þá erum við búin að festa okkur í báða skóð og ekki horfið frá því nema með látum. Þegar kemur að greiðslunni, þá munu Bretar og Hollendingar ekki samþykkja hana og beita hörðu við að fá sitt fram, veifandi ábyrgðinni og þeim eigarupptökuákvæðum sem þar eru.

Fyrirvaranir eru bara hluti af leikriti ríkistjórnarinnar sem sett er fram til að plata almenning og fá hann til að halda að stjórnin sé að vinna fyrir hann. Þingmenn sem samþykkja þennan samning eru þá annað hvort ekki að vinna fyrir þá sem kusu þá á þing, eða þá að þeir skildu vitið eftir heima.

Jón Lárusson, 23.8.2009 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband