Rangar forsendur

Ég tel að kominn sé tími til að ríkisstjórnin átti sig á ákveðnum forsendum samfélag. Það er nefnilega ekki þannig að bankastarfsemi sé undirstaða samfélaga mannsins, heldur eru það einstaklingarnir sem mynda samfélagið. Einstaklingar geta búið í samfélagi án banka, en bankar geta ekki starfað í samfélagi án einstaklinga.

Það að bjarga bönkum, svo fyrirtækjum en láta einstaklingana "redda" sér sjálfum, kann ekki góðri lukku að stýra. Að halda því svo fram að með því að bjarga bönkunum, þ.e. gefa þeim pening og rukka almenning í formi skatta, þá geti bankarnir bjargað almenningi. Bankar bjarga engum, þeir bara lána peninga og þegar vandi almennings liggur í því að skulda of mikið, þá eru viðbætur við þær skuldir engin björgun.

Ríkið borgar um 100 milljarða í vexti samkvæmt því sem heyrst hefur af fjárlagafrumvarpinu. Væri ekki eðlilegra að hætta því og nota peningana til að greiða þjónustu við samfélagið.

Ríkið á að taka aftur til sín fjármagnsframleiðsluna og hætta að borga bönkunum fyrir eitthvað sem það getur gert ókeypis.

Varðandi núverandi stöðu, þá er þetta ekki flókið. Það á að skrá vísitöluna til byrjunar árs 2008 og festa hana þar. Þá leiðréttist höfuðstóll lánanna og verðtrygging verður aflögð í praksis. Kostnaðurinn er enginn, því þarna leiðréttist bara "hagnaður" sem kom til vegna hækkunarinnar.

Lífeyrissjóðirnir eiga líka að slaka á. Lækkun lána gerir ekki út af við lífeyrissjóðina, það gerir hins vegar óábyrg fjárfestingastefna og það er mannréttindabrot að láta félagsmenn ganga í ábyrgð fyrir slíku.


mbl.is „Þreytt á þessari leiksýningu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað með að setja í stjórnarskrána að Ríkið megi ekki skulda peninga og lánastofnanir megi ekki lána meiri peninga en þær eiga?

Þær myndu alltaf hagnast á vöxtunum og gætu þannig vaxið rólega og efnahagurinn orðið sterkari og sterkari.
Og til að fá lán þyrfti maður að sýna fram á góða persónulega fjármálastjórn, þar eð ekki væri mikið pláss fyrir áhættu í þannig kerfi.

H. Valsson (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 17:23

2 Smámynd: Jón Lárusson

Með því að ríkið skuldi ekkert og með 100% bindiskyldu bankanna, þá verður ekki til neitt nýtt fjármagn, þ.e. ef við höldum okkur við núverandi fjármálakerfi. Það er því nauðsynlegt að skipta út fjármálakerfinu og setja upp nýtt kerfi þar sem fjármagnsframleiðslan er í höndum samfélagsins.

Jón Lárusson, 26.10.2010 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband