Sól hætt að gylla haf

Ísland fullvalda meðan sól gyllir haf, segir í vinsælum lagatexta sem oft er hjartnæmt sungin á hátíðisdögum þjóðarinnar. Nú er sól augljóslega hætt að gylla haf.

Ég ætla ekki að segja of mikið um þetta núna, þar sem ég yrði líklegast sóttur heim af lögreglunni með von um ákæru vegna líflátshótanna. Þeir sem þarna sýndu sitt rétta andlit voru svo sem flestir búnir að gefa þetta upp, en það sem mér kemur mér mest á óvart, er að sjá Ögmund og Katrínu kjósa á þann veg sem þau kusu. Ögmundur, var að ég taldi, líklegur til að láta valdið víkja fyrir frelsinu, en hann er jafn valdasjúkur og hin. Katrín, ég hlustaði á þig tala 1. des í Kópavogi og miðað við orð þín þá og nú, þá hlýtur þér að líða illa.


mbl.is Samþykkt að senda inn umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamningju Ísland, loksins skynsamleg ákvörðun á Alþingi Íslendinga. heldur þú að við séum svo sérstök að við séum merkilegri en Finnar, Damir og Svíar? það er eingöngu verið að hugsa um hagsmuni almennings í þessu máli á kostnað stjórnsýslu sem býður upp á klæikuskap og spillingu. Húsnæðislán lækka um tugir og hundruðir miljóna. 20 miljón króna lán til 40 ára fer úr því að hafa greiðslubyrði upp á 17 falt lánið niður í 1,2 falt, þ.e úr 274 miljónum eftir 40 ár í 24 miljónir. Þetta eru rúmlega 800% munur sem þýðir þá mestu kjarabót sem íslenskum almenningi býðst upp á. Þarna munu færast á hverju ári 228 miljarðar frá auðmönnum til almennings. Mestu frjámagnsflutningar á milli stétta frá upphafi lýðveldisins.

Valsól (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 16:44

2 Smámynd: Jón Lárusson

Ekki veit ég hvaðan þú hefur viskuna Valsól, en þekking mín á lífinu í ESB ber ekki með sér að hún sé byggð á sömu bók og þín. Við verðum að átta okkur á því að þó ríkistjórnir meðlimalandanna skjalli þetta bákn, þá eru þegnarnir (almenningur, þú og ég) að bera byrðarnar og ekki sátt við þetta nokkurn skapaðan hlut.

Óheillaspor hefur verið stigið í sögu þjóðarninnar og verði ekki aftur snúið mun þetta leiða til þess að ekki verði búandi á þessu landi. Kallið mig bölsýnismann, en það er nú bara svo að ég sé ekki hvernig það sé okkur til happs að vera hráefnanýlenda Evrópuþjóða, frekar en það var Afríkubúum happ á 19. öld.

Við erum ekki merkilegri en Finnar, Danir og Svíar, en við erum ekki ómerkilegri heldur. Það er ekki eins og þau séu öll í sæluvímu "vinir" okkar í þessum löndum. Þessar tölur þínar um miljarða sem muni færast frá auðmönnum til almennings er bara ótrúlegur framburður og langar mig virkilega til að vita hvaðan þú hefur hann.

Lækkun lána er ekki eitthvað sem við þurfum að ganga í ESB til að ná fram. Það er bara einföld aðgerð í fjármálaráðuneytinu sem þarna þarf að koma til. Allt tal um að við verðum að kasta krónunni og taka upp euro til að losna undan verðtryggingunni er bara bull þeirra sem vilja villa almenningi sýn.

ESB aðild er vissulega ekki til ama fyrir marga, en almenningur fellur ekki í þann hóp.

Jón Lárusson, 16.7.2009 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband