Taktik hjá Samfylkingunni?

Össur fagnar því að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn ætli að koma með sína eigin tillögu. Auðvitað, því nú eru báðar fylkingar á þingi að biðja um sama hlutinn, aðild að ESB. Spurning hvort það hafi verið taktik hjá Samfylkingunni að koma með tillögu sem væri þannig gerð að stjórnarandstaðan kæmi fram með "betri" tillögu. Þá er erfitt að hafna henni á þingi og Samfylkingin búin að ná sýnu fram. Henni er sama um textann í tillögunni, hún vill bara fara inn. Það er hvort eð er hægt að semja af sér allar kröfur þegar við samningaborðið er sest. Hins vegar rennur mig grunur til að Bjarni sé ekki svo fjarri hugmyndinni að ESB þó flokkurinn sé á annarri skoðun. Spurning hvort hann gefi eftir og komi með eitthvað sem gæti hjálpað til við inngönguna.

ESB kemur ekki til með að hjálpa eitt né neitt hvað varðar þau mál sem leysa þarf núna. Þetta er ákvörðun sem hefur með framtíð Íslands að gera og má ekki vera keyrð áfram á einhverjum ofurhraða.

Þegar litið er til inngöngu í ESB er ekki hægt að horfa til þess sem þetta samband er í dag, hvað þá fyrir tuttugu árum þegar þetta var einhverskonar tolla- og viðskiptabandalag. Innganga er ákvörðun til framtíðar og óafturkræf hvað það varðar. Við verðum því að líta til þess hver sé stefna þeirra sem öllu ráða og framtíðarsýn. Lissabon sáttmálinn gefur fyrirheitin um framtíðina.

Lissabon sáttmálinn var gerður til að koma í veg fyrir lýðræðislega ákvörðunartöku í sambandinu. Þetta var staðfest af verkstjóra áætlunarinnar sem sagði hana einfaldlega stjórnarskrána sem einginn vildi, í nýju formi sem ekki þyrfti að bera undir þjóðaratkvæði. Stjórnarskráin var svo fyrirbæri sem átti að festa í sessi hugmyndina um Bandaríki Evrópu, fyrirbæri sem ætti að lýkjast BNA.

Það er framtíðarsýn ESB elítunnar að stofna alríkissamband með stjórnina í Brussel þar sem lýðræðið er fótum troðið. Hér heima erum við að fá smjörþefinn af þessu þar sem keyra á þetta mál í gegn undir hótunum um eilífa vítisvist á jörðu, samþykkjum við ekki aðild.

Ég persónulega vill frekar búa hér heima í landi sem er frjálst og fullvalda þrátt fyrir gallanan sem því fylgir, heldur en í einhverju andlitslausu bákni þar sem lýðræðið er fótum troðið og hótunum beitt ef maður hlýðir ekki.


mbl.is Hægt að ná samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband