Hæfni til hagsmunagæslu

Ég hef talið það eitt helsta hlutverk seðlabankastjóra að gæta hagsmuna íslensku krónunnar, en þetta á til dæmis við þegar litið er til styrks hennar gagnvart öðrum gjaldmiðlum.

Þegar seðlabankastjóri gefur út að euro sé enn "góður kostur" fyrir Ísland, er þá ekki kominn upp vafi um hæfni hans til að geta gegnt skyldum sínum sem seðlabankastjóri. Hann er augljóslega á því að euro sé eitthvað sem eigi að koma í stað krónunnar.

Annað sem hann bendir á er líka áhugavert. Már segir að vandræðin á euro svæðinu séu ekki vegna sameiginlegs gjaldmiðils, heldur vegna þess að bankar voru ekki nægjanlega fjármagnaðir og eftirliti hafi ekki verið framfylgt.

Ef við lítum svo til þess að þetta eru sömu ástæður og hrunið á að hafa skollið á okkur, hvers vegna er þá alltaf verið að tala um að ef við hefðum haft euro á sínum tíma, þá hefði þetta ekki gerst.

Málið er einfaldlega þannig að það skiptir ekki máli gjaldmiðillinn þegar kemur að bólum og brotum í núverandi fjármálakerfi. Munurinn er hins vegar sá að með okkar eigin gjaldmiðil höfum við ákveðna stjórn á okkar málum.


mbl.is Evran enn þá góður kostur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það er ekki gott að átta sig á því, en það er algjörlega öruggt að íslenska krónan er afleitur kostur fyrir launamenn á Íslandi.

Kristbjörn Árnason, 25.11.2010 kl. 15:24

2 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Það má vera að Íslenska krónan sé ekki stabill gjaldmiðill, en hún hlýtur hvað sem raular og tautar að vera mun betri fyrir Íslenska hagstjórn en gjaldmiðill sem tekur engin mið af Íslenskum hagsveiflum.

Ef til vill er stefnt á það að vera styrkþegar hjá Þjóðverjum, eins og virðist vera stefna hjá minni þjóðum Efnahagsbandslagsins.  Ég held ekki að okkur fari vel að ganga um með betlistaf.

Kjartan Sigurgeirsson, 25.11.2010 kl. 15:50

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Hún hefur hentað' útgerðinni í gegnum tíðina en ekki launamönnum. Einnig vegna þess íslensk stjórn hafa leikið það leik, að haræða gengi krónunnar eftir hagsmunum þessara fyrirtækja og lækkað þannig laun fólks í landinu.

Á sama tíma er bannað með lögum að gengistryggja launataxta í kjarasamningum. Svo mörg voru þau orð.

Alltaf gott í vesturbænum Kjartan

Kristbjörn Árnason, 26.11.2010 kl. 06:59

4 Smámynd: Jón Lárusson

Fyrir samfélag skiptir ekki máli hvað gjaldmiðillinn heitir, það sem skiptir máli er að samfélagið hafi forræði yfir fjármagnsframleiðslunni.

Með upptöku euro, þá erum við algerlega valdalaus varðandi fjármagnsframleiðsluna. Krónan er ekki vondur gjaldmiðill, hún var bara misnotuð.

Tvennt þarf til. Samfélagið, en ekki einkabankar, á að búa til fjármagnið og við eigum ekki að "fleyta" myntinni á opnum gjaldeyrismarkaði.

Grundvallar atriðið í þessu öllu er að fjármagn og verðmæti framleiðslunnar séu í samræmi og gengi gjaldmiðilsins á að ákvarðast út frá þeirri einföldu staðreynd að Íslendingar eiga að geta keypt sambærilegar vörur og þjónustu á sambærilegu verði óháð myntsvæði.

Þetta er ekki flókið, lykilatriðið er að samfélagið sjái um fjármagnsframleiðsluna eftir föstum afmörkuðum reglum.

Hér er nánar hægt að sjá um fáránleika fjármálakerfisins.

Jón Lárusson, 26.11.2010 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband