Hvenær opna menn augun

Er ekki komið nóg af þessari vitleysu. Í ræðu Össurar kom fram að þetta ferli ætti að fara fram fyrir opnum dyrum og engin leynd að vera til staðar. Samt er haldið áfram að dæla í okkur frösum um samning og jafnvel hagstæða samninga.

Þarna spyr spænskur blaðamaður um hluti sem liggja þeim nærri, fiskveiðarnar. Össur svara í engu spurningunni, en segir að við búum við sérstöðu sem verði að taka tillit til. Þá bætir Füle því við að engar undanþágur séu veittar frá lögum ESB.

Það er alveg á hreinu og hefur alla tíð legið fyrir, að Spánverjar ætla sér að komast í fiskinn og það að við fáum enga sérmeðferð. Annað hvort förum við inn á forsendum ESB eða við erum úti.

Til viðbótar þessu, þá segir í ræðu Össurar að Íslendingar samþykki að grundvalla viðræðurnar á regluverki ESB, sem þýðir að ríkisstjórnin er í raun búin að samþykkja allan pakka ESB og frekari samningaviðræður því tilgangslausar.

Það er einfaldlega þannig að ekki verður samið um neitt varanlegt, eins og ítrekað hefur komið fram hjá ESB, heldur er þetta spurning um hvernig aðlögun Íslands verður háttað. Það er allt og sumt. Það er ekkert í poka ESB, það eru engin spil á hendi sem á eftir að sýna. Þetta liggur allt fyrir og hefur gert alla tíð.

Enn einn brandarinn í þessu öllu er svo greinin í upphafi ræðurnnar, þar sem því er haldið fram að þessi umsókn byggi á lýðræðislegri ákvörðun Alþingis þar sem Alþingi fari fram á það að þessar viðræður séu hafnar. Ég ætla ekki að fara út í það nánar hér, en bendi fólki bara á að kynna sér umræðu og kosningaferlið á Alþingi, ekki síst fréttirnar sem láku út á sama tíma.

En við hverju er að búast af ráðamönnum sem eru að þvinga þjóðina í ríkjasamband sem ekki ber virðingu fyrir lýðræðinu og byggir í raun alls ekki á lýðræði yfir höfuð. Er þetta ekki bara þannig að líkur sækir líkan heim.


mbl.is Engar varanlegar undanþágur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kallpungur

Það læðist að  manni sá ljóti grunur að Kratarnir sjái þarna sitt nirvana, Þar  sem köjtkatlarnir malla fyrir alla og pöpullinn sé lítið sem ekkert að þvælast fyrir Skriffinsku og stjórnmálaelítunni  með einhverju kjörkassavaldi. Kjörkassavald skrílsins er jú það sem þvælist stundum fyrir umhyggjuáformum hinnar algóðu stjórnmálastéttar, sem jú allt veit betur en skríllinn. Þetta nirvana leyfir þeim að koma í verk öllum samfélagstilraununum sem þeir svo þrá að koma í framkvæmd. Það erjú ansi fúlt að þurfa að svara fyrir gjörðir sínar á nokkura ára fresti í kosningum. En eins og ég sagði í byrjun, þá er þetta bara ljótur grunur en ekki fullvissa. Kjötkatlarnir í Brussel eru jú líka miklu stærri en hérna heima aðgangurinn er aðild að ESB. Burt séð frá allri gamansemi þá verður valdið mun fjarlægra kjörkössunum hérna heima á Fróni ef draumur Össurar og kumpána rætist. Var ekki krafa fólksins sem mótmælti fyrir framan Alþingi, fyrir ekki svo alllöngu síðan, meiri þáttaka í lýðræðinu og stjórn landsins? Aðild að ESB mun færa okkur minna lýðræði og færri tækifæri til að taka þátt í ákvörðunum um okkar eigin framtíð. Slíkar ákvarðanir munu koma frá Brusselvaldinu að mestu leyti. Brusselvaldið er framkvæmdastjórn ESB. Hún  hefur ein löggjafarvald innan ESB, evrópuþingið getur aðeins neitað eða samþykkt, það hefur ekkert löggjafarvald. Framkvæmdastjórnin er skipuð en ekki kosin lýðræðislega. Aðild að ESB er því, ef eitthvað er, afturför í lýðræði og frelsi almennings. Svo má fara að ræða auðlindir og ákvörðunarvald okkar yfir þeim. Magmamálið hreinlega bliknar í samanburði við áhrifin sem aðild að ESB mun mögulega hafa á auðlindastjórnun og eingarhald.

kallpungur, 28.7.2010 kl. 00:11

2 identicon

Mæli með að menn lesi þetta áður en þeir fullyrða nokkuð um ásælni ESB í sjávarútveginn.

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 17:37

3 Smámynd: Jón Lárusson

Kæri gogg, það er einfaldlega þannig að Spánverjar vilja veiða og ef þeir fá ekki leyfi til þess munu þeir ekki samþykkja okkur inn í sambandið. Þetta er ekki flóknara en svo. Varðandi annað í "lesa þetta" tenglinum, þá finnst mér alveg út í hött að tengja ESB aðild við eitthvað stríð milli LÍÚ og almennings.

Því er haldið fram í þessari grein að vöruverð muni lækka við inngöngu. Það eru engar forsendur fyrir því og fullyrðingin aldrei stutt rökum. Þetta er óskhyggja og þegar litið er til þess að vörurverð hefur almennt hækkað mikið í Evrópu frá upptöku euro, þá er ég ekki að sjá þetta alveg.

Sjávarútvegsmálin skipta máli í þessu, en eru samt ekki aðalatriðið varðandi inngöngu. Aðal málið varðandi inngöngu er spurninginum fullvelda Ísland eða ekki. Viljum við vera sjálfstæð þjóð eða fylki í 300 milljóna sambandsríki. Það segir sig sjálft að þar mun 300 þúsund manna hópur ekki hafa mikið að segja. Hér má meðal annars sjá ástæður þess að ég er persónulega mun ekki samþykkja inngöngu í ESB, alveg óháð þeim samningi sem borin verður á borð.

Greinin sló svo út með því að segja að takist að "kalla fram vitræna og upplýsta umræðu um málið eru yfirgnæfandi líkur á að Íslendingar samþykki inngöngu í stærsta samband lýðræðisþjóða í heiminum". Við verðum að átta okkur á því að ESB er ekki lýðræðislegt batterý. Þar eru ráðherrar og aðrir stjórnendur valdir innan frá og það eina sem almenningur fær að kjósa er þing sem er stimpilmaskína fyrir ákvarðanir framkvæmdastjórnarinnar. Það er sama lýðræðisfyrirkomulag í ESB og var í gamla sovétinu.  
 

Jón Lárusson, 29.7.2010 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband