Forvitnilegar kosningar, fyrir okkur líka.

Það er gaman að sjá hversu mjótt er á muninum á milli þeirra Royal og Sarkozy. Þessar kosningar eru um margt áhugaverðar, ekki bara fyrir Frakka, heldur líka þá sem fyrir utan sitja.

Ef Royal nær kosningu, þá er talið sjálfgefið að hún kalli til formann Sósíalistaflokksins og fái honum umboð til stjórnarmyndunar. Þetta mætti kalla eðlilegt í kjölfar sigurs vinstrimanna í kosningunum, en staða þeirra tveggja er samt nokkuð til að velta fyrir sér þar sem þau myndu bæði búa í sömu höllinni. Spurning hvort koddatalið "pillow-talk" þeirra verði að skrást formlega þar sem þar væru forseti og forsætisráðherra að ræða saman. Frakkland yrði þá svona svipað fyrirbæri og Póland þar sem tvíburabræður skipta með sér sætum forseta og forsætisráðherra.

Sarkozy er einnig nokkuð áhugaverður. Hann er einn fárra stjórnmálamanna sem ekki hefur farið í gegnum hefðbundinn menntaveg stjórnkerfisins, en þess utan er hann talinn vera félagi í Scientology og þar með góður vinur Tom Cruse, sem heimsótti hann reyndar þegar hann átti leið um París. Ef rétt reynist, þá er hér um að ræða mjög áhugaverða niðurstöðu og vert að fylgjast með Scientology hópnum í kjölfarið.

Svo gæti náttúrulega LePen náð ofurárangri eins og í síðustu kosningum, en það er náttúrulega bara kapituli út af fyrir sig.


mbl.is Sarkozy með meira fylgi en Royal samkvæmt könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband